- 16 stk.
- 02.12.2022
1. desember 2022 – Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í dag í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54 og að Aðalstræti 14 þar sem Bjarmahlíð er til húsa, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þar flutti tölu Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra; hún hjóp í skarðið fyrir Bjarneyju Rún Haraldsdóttur, teymisstjóra Bjarmahlíðar, sem hafði verið auglýst en veiktist. Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri. – Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson