- 57 stk.
- 24.10.2023
24. október 2023 – Mikið fjölmenni var á baráttufundi á Ráðhústorgi í morgun, á kvennafrídaginn. Hljómsveitin Skandall hitaði upp, Gerður Ósk Hjaltadóttir hitaði mannskapinn upp með dansi og síðan tók dúettinn Drottningarnar nokkur lög. Þá flutti Ásta F. Flosadóttir magnað ávarp, Kvennakór Akureyrar tók lagið og að endingu stýrði Villi vandræðaskáld, Vilhjálmur Bragason, hópsöng. Hitt vandræðaskáldið, Sesselja Ólafsdóttir, var kynnir á athöfninni.