- 8 stk.
- 01.12.2022
1. desember 2022 – Fullveldisdeginum var fagnað í Háskólanum á Akureyri venju samkvæmt. Hátíðahöldin hófust eins og áður við Íslandsklukkuna þar sem Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi stúdentaráðs, hringdi klukkunni 22 sinnum, einu sinni fyrir hvert ár frá aldamótum. Að því loknu var boðið upp á heitt kakó og smákökur í matsal skólans, Kaffi Borg, Eyjólfur Guðmundsson rektor ávarpaði gesti, svo og Lilja Margrét Óskarsdóttir, fulltrúi stúdenta, og barnakórar Akureyrarkirkju sungu nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.