- 72 stk.
- 01.08.2021
Fjallahlaupið Súlur Vertical fór fram laugardaginn 31. júlí 2021 í blíðskaparveðri. Keppt var í þremur vegalengdum, 18 km, 28 km og fyrsta sinni í 55 km. Ræst var í Kjarnaskógi. Þeir sem fóru tvær styttri vegalengdirnar hlupu upp á Súlur en þeir sem tóku þátt í 55 km „ultra“ hlaupinu fóru á topp Súlna, langan hring um Glerárdal og síðan á topp Hlíðarfjalls. Alls voru 344 skráðir í hlaupið en 283 komu í gegnum endamarkið í göngugötunni.