- 46 stk.
- 14.11.2022
6. nóvember 2022 – Akureyrarmessa í Bústaðakirkju í Reykjavík. Messan hefur verið árlegur viðburður í rúman áratug nema hvað hún féll niður í fyrra vegna Covid-faraldursins. Prestar voru sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og sr. Pálmi Matthíasson - en Akureyringurinn Pálmi, sem lengi var sóknarprestur í Bústaðakirkju, átti hugmyndina á sínum tíma. Fyrir athöfn afhenti Davíð Jóhannsson öllum sérprentaða messuskrá sem útbúin er árlega og hana prýðir jafnan listaverk eftir Kristin G. Jóhannsson, bróður Davíðs. Tónlist fluttu Hermann Arason, sem lék á gítar og söng eigin lög, Matthías Stefánsson lék á fiðlu og gítar, Níels Ragnarsson lék á orgel og píanó, Marteinn Snævarr Sigurðsson söng, Grímur Sigurðsson lék á bassa og Magnús Ingólfsson á gítar. Ásthildur Hlín Valtýsdóttir flutti hugvekju dagsins. Eftir messu var samverustund í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem boðið var upp á veitingar. Langflestir messugestir voru Akureyringar búsettir á borgarhorninu en einnig nokkrir sem eða aftur eru búsettir í höfuðstað Norðurlands. Meðal þeirra var Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net, og að sjálfsögðu var myndavélin með í för!