- 43 stk.
- 01.11.2023
31. október 2023 – Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu er hafinn; fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli fyrir hádegi síðasta dags októbermánaðar. Vélin flutti breska ferðamenn frá Gatwick flugvelli í London og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum. Margir glöddust þennan fallega dag.