Íþróttir
Þrjú gull og brautarmet í Tour de Ormurinn
20.08.2024 kl. 14:30
Hluti fulltrúa Hjólreiðafélags Akureyrar í Tour de Ormurinn um helgina. Frá vinstri: Silja Jóhannesdóttir, Unnsteinn Jónsson, Guðni Bjarnar Guðmundsson, Guðmundur Bjarnar Guðmundsson, Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir, Anna Lilja Sævarsdóttir, Sóley Kjerúlf Svansdóttir, Jóhann Friðriksson, Rögnvaldur Már Helgason, Egill Thoroddsen og Anna Lóa Svansdóttir. Harpa Hermannsdóttir, Bjarni Jónasson og Þorbergur Ingi Jónsson voru fjarverandi þegar myndin var tekin. Mynd: HFA.
Keppendur úr röðum Hjólreiðafélags Akureyrar létu til sín taka í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór austur á Héraði um helgina.
Boðið var upp á þrjár vegalengdir, 26, 68 og 103 km, og hjólað í kringum Lagarfljótið. Þrír keppendur frá Hjólreiðafélagi Akureyrar unnu til gullverðlauna.
- Silja Jóhannsdóttir vann kvennaflokkinn í 68 km flokknum og setti brautarmet, hjólaði vegalengdina á 1:54,30 klst. Hún bætti brautarmetið, sem Harpa Mjöll Hermannsdóttir, einnig úr HFA, setti í fyrra, um tæpar átta mínútur.
- Þorbergur Ingi Jónsson vann karlaflokkinn á 1:51,07 klst. Þorbergur Ingi á sjálfur brautarmetið, 1:49,14 klst. sem hann setti í fyrra.
- Þá vann Anna Lilja Sævarsdóttir kvennaflokkinn í 103ja km flokknum, fór vegalengdina á 3:52,40 klst.
Myndband frá keppninni má finna á Instagram og Facebook undir notandanafninu the_cyclingdad. Smellið á myndina hér að neðan til að skoða myndbandið.