Þór/KA fékk skell gegn Þrótti
Þór/KA fékk 4:0 skell gegn Þrótti Reykjavík í 14. umferð Bestu deildar kvenna á VÍS-vellinum (Þórsvelli) í dag. Mörkin frá gestunum komu tvö í hvorum hálfleik og var þetta stærsta tap Þór/KA í sumar.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari liðsins gerði þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu í síðasta leik gegn ÍBV sem fór fram fyrir 20 dögum síðan.
Melissa Lowder kom í markið í stað Hörpu Jóhannsdóttur, Steingerður Snorradóttir kom inn í liðið stað Agnesar Birtu Stefánsdóttur. Margrét Árnadóttir, sem gekk aftur til liðs við Þór/KA í gær kom beint inn í byrjunarliðið í stað Unu Móeiðar Hlynsdóttur. Margrét byrjaði í fremstu víglínu ásamt systur sinni, Amalíu Árnadóttur.
SLÆM BYRJUN HEIMAKVENNA
Fyrsta markið kom strax á þriðju mínútu leiksins. Sierra Lelii átti þá skot sem hafnaði í stönginni, boltinn barst aftur til hennar og þá varði Melissa. Eftir markvörsluna barst boltinn til Freyju Katrínar Þorvarðardóttur sem skoraði.
Markið virtist slá heimakonur út af laginu og eftir það var lið Þróttar var töluvert öflugra liðið náði oft á tíðum að ógna marki Þór/KA á meðan sóknarleikur heimaliðsins gekk ekki vel. Smátt og smátt náði Þór/KA að vinna sig inn í leikinn.
_ _ _
Amalía Árnadóttir fékk gott færi á 25. mínútu leiksins. Eftir fyrirgjöf af hægri kanti frá Huldu Ósk náði Amalía að koma sér fram fyrir varnarmann Þróttar og ná góðu skoti í fyrsta frá markteignum. Boltinn stefndi í blá hornið en frábær markvarsla frá Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki Þróttar kom í veg fyrir að heimakonur næðu að jafna.
ÞRÓTTARAR BÆTA VIÐ UNDIR LOK FYRRI HÁLFLEIKS
Á 45. mínútu leiksins bættu gestirnir við öðru marki sínu. Markið kom á versta tíma fyrir heimakonur og var afar einfalt. Löng spyrna inn í teig eftir aukaspyrnu frá miðju. Melissa misreiknaði spyrnuna og fór í slakt úthlaup. Boltinn barst til Sierra Lelii sem skallaði boltann í autt netið. Staðan var því 2:0 þegar flautað til loka fyrri hálfleiks.
_ _ _
ÞRIÐJA MARK ÞRÓTTARA GERIR ÚT UM LEIKINN
Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, með marki frá Þrótti. En á 50. mínútu María Eva Eyjólfsdóttir við þriðja marki Þróttara. Katie Cousins átti þá laflaust skot að marki sem Melissa ætlaði að taka upp. Henni tókst ekki að handsama knöttinn og hann rann þá á fjærstöngina. Þar var María Eva mætt og renndi boltanum í autt markið.
_ _ _
FJÓRÐA MARK ÞRÓTTAR - AFTUR EFTIR MISTÖK MELISSU
Eftir þriðja mark leiksins róaðist hann töluvert og ekki var mikið um opin færi. En á 79. mínútu skoraði Freyja Þorvarðardóttir fjórða mark Þróttar. Katie Cousins átti þá lausan skalla að marki eftir fyrirgjöf. Melissa varði boltann út í teiginn þar sem Freyja var vel staðsett og kom boltanum yfir línuna.
_ _ _
Þetta reyndist lokamark leiksins og lokatölur því 4:0 fyrir gestina. Eftir leikinn er Þór/KA í fimmta sæti deildarinnar, áfram með 19 stig. Næsti leikur liðsins er miðvikudaginn 2. ágúst gegn FH í Hafnarfirði.
Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.
Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni.