Íþróttir
Stelpurnar steinlágu í Garðabænum
06.06.2022 kl. 17:35
Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara Þórs/KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Leikmenn Þórs/KA sáu aldrei til sólar í Garðabænum í dag þegar þeir mættu Stjörnunni í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Stjarnan sigraði 5:0 í leiknum.
Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara Þórs/KA, var að vonum svekktur að leikslokum. „Það gekk mjög lítið upp í leiknum. Við byrjuðum illa og náðum okkur í raun og veru aldrei á strik í leiknum. Við áttum alveg mjög slæman leik, en ég tek það ekki af Stjörnuliðinu að þær eru mjög góðar og búnar að vera á miklu skriði. Við leyfðum þeim að valta yfir okkur í dag,“ sagði Jónsi við mbl.is.
Fótbolti.net ræddi líka við Jón Stefán: Okkar lélegasti leikur í sumar
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.