Íþróttir
„Stelpurnar okkar“ á tvennum vígstöðvum
14.05.2022 kl. 12:00
Kvennalið KA/Þórs í handbolta og Þórs/KA í fótbolta verða bæði í eldlínunni í dag á heimavelli.
KA/Þór tekur á móti Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í KA-heimilinu klukkan 15.00 og Stelpurnar okkar verða að vinna, annars fara Valsmenn í úrslit. Valur hefur unnið tvo leiki en KA/Þór einn. Sigri KA/Þór í dag mætast liðin í fimmta og síðasta sinn í þessarri rimmu á mánudaginn á heimavelli Vals.
Þór/KA tekur á móti liði Selfoss á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) klukkan 14.00 í Bestu deildinni. Eftir þrjár umferðir er Þór/KA er með sex stig en Selfoss sjö.