Óðinn Þór fer frá KA til í Sviss í sumar
Óðinn Þór Ríkharðsson, örvhenti hornamaðurinn í handboltaliði KA, hefur skrifað undir þriggja ára samning við svissneska stórliðið Kadetten Schaffhausen. Samningurinn tekur gildi næsta sumar. Þetta kom fram á handboltavef Íslands, handbolti.is, í dag og þar var vitnað til fréttar á heimasíðu svissneska félagsins.
Óðinn Þór, sem er 24 ára, kom til KA fyrir keppnistímabilið eftir að hafa leikið nokkur ár í Danmörku. Hann hefur í þessum mánuði leikið með Gummersbach í þýsku B-deildinni og staðið sig afar vel. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og samdi við sína fyrrverandi félaga hjá KA um að fá Óðin Þór leigðan í nokkrar vikur vegna meiðsla sem herja á þýska liðið.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten sem er um þessar mundir í efsta sæti svissnesku A-deildarinnar og hefur ekki tapað leik.
Nánar hér á handbolti.is