Íþróttir
Nokkur félög sögð vilja kaupa Brynjar
23.12.2021 kl. 23:20
Brynjar Ingi Bjarnason áður en hann samdi við Lecce í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þrjú félög í Noregi og tvö í Svíþjóð eru sögð áhugasöm um að kaupa knattspyrnumanninn Brynjar Inga Bjarnason frá Lecce á Ítalíu. Fótboltvefurinn fotbolti.net fullyrðir þetta í kvöld.
Rosenborg hefur gert Lecce tilboð í Brynjar og Ítalirnir hafa þegar samþykkt það, að sögn fjölmiðilsins. Hin norsku félögin eru, skv. fotbolti.net, Vålerenga og Bodö/Glimt, sem á dögunum varð Noregsmeistari annað árið í röð og sænsku liðin sem sögð eru hafa áhuga á Brynjari eru Hammarby og nýkrýndir meistarar í Malmö.
Nánar hér á fotbolti.net