Fara í efni
Íþróttir

Minningarleikir, styrkir afhentir og lukkuleikur

Fjölskylda Guðmundar heitins Sigurbjörnssonar hefur staðið fyrir minningarleikjum í knattspyrnu með reglulegu millibili síðan hann lést. Sú breyting verður í ár, þegar 25 ár eru síðan Guðmundur féll frá, að minningarleikirnir verða tveir og hvort tveggja alvöru keppnisleikur að þessu sinni.

Guðmundur var hafnarstjóri á Akureyri og formaður Íþróttafélagsins Þórs þegar hann lést langt um aldur fram, aðeins 49 ára, árið 1998.

Fyrri leikurinn er á morgun og sá síðari á laugardaginn. Gestum á báðum leikjum gefst kostur á að setja nafn sitt í pott og dregnir verða út veglegir vinningar í leikhléi á laugardaginn.

Leikirnir tveir eru þessir:

  • Besta deild kvenna, miðvikudag 13. september:
    Þór/KA - Breiðablik kl. 16.45
  • Lengjudeild karla, laugardaginn 16. september:
    Þór - Grindavík kl. 14.00

Í leikhléi beggja viðureigna verðir afhendir peningastyrkir úr Minningarsjóði Guðmundar Sigurbjörnssonar. Synir hans, Bjarni Freyr og Einar Már, munu afhenda formönnum knattspyrnudeildar Þórs og kvennaráðs Þórs/KA styrkina.

Minningarsjóðurinn stendur einnig fyrir léttum lukkuleik sem fyrr segir, þar sem áhorfendur á leikjunum tveimur geta sett nafn sitt í pott í von um að vera dregnir út í leikhléi á Þórsleiknum á laugardaginn.

Vinningar sem dregnir verða út:

  • 1 gjafabréf frá Icelandair að upphæð 50.000 kr.
  • 3 x Samsung Galaxy Tab A7 Lite spjaldtölva frá Vodafone
  • 3 x Galaxy Buds Pro heyrnartól frá Vodafone
  • 2 x helgarleiga á bílaleigubíl frá Höldi
  • 4 x þvottur og bón hjá Höldi
  • Áskrift að Sportpakka Stöðvar 2