Fara í efni
Íþróttir

Hrefna og Karen Lind semja áfram við Þór

Stefán Þór Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, Karen Lind Helgadóttir og Hrefna Ottósdóttir. Mynd af vef Þórs.

Bakverðirnir Hrefna Ottósdóttir og Karen Lind Helgadóttir hafa framlengt samninga sína við körfuknattleiksdeild Þórs. Báðar hafa þær leikið með yngri landsliðum Íslands. 

Greint er frá þessu á heimasíðu Þórs. Kvennalið félagsins tryggði sér sæti í efstu deild næsta vetur og í fréttinni segir að með undirskriftum Hrefnu og Karenar Lindar sé það verkefni langt komið að fullmanna leikmannahópinn fyrir átökin í Subway-deildinni.

Um stelpurnar segir:

  • Hrefna Ottósdóttir (2001) er bakvörður, 175 sm að hæð. Hrefna á það til að raða niður þristunum og setti til dæmis 12 þrista í einum leiknum í vetur og bætti þar með fjögurra ára gamalt met í 1. deild sem hún átti sjálf. Hrefna spilaði alla 33 leiki liðsins í deildinni og úrslitakeppninni í vetur, að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik, skoraði 13,1 stig í leik, tók 3,3 fráköst og var með 9,9 framlagspunkta að meðaltali.
  • Karen Lind Helgadóttir (2003) er bakvörður, 173 sm að hæð. Hún spilaði að meðaltali tæpar 17 mínútur í leik á síðastliðnu tímabili og tók þátt í ölllum 33 leikjum liðsins í deildinni og úrslitakeppninni. Hún skoraði að meðaltali fimm stig í leik og tók 2,2 fráköst.

Nánar hér á heimasíðu Þórs