Fara í efni
Íþróttir

Greifatorfæran var lífleg – MYNDIR

Einn ökuþóranna gerir tilraun til þess að „fljúga“ upp snarbratta brekku í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Hin árlega Greifatorfæra, sjötta og síðasta umferð Íslandsmótsins í torfæru, fór fram í umsjá Bílaklúbbs Akureyrar í gær, laugardag,  á svæði klúbbsins við Hlíðarfjallsveg. Steingímur Bjarnason sigraði í götubílaflokki í gær og varð einnig Íslandsmeistari. Í flokki sérútbúinna bíla hafði Skúli Kristjánsson þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Hann varð í fimmta sæti í Greifatorfærunni en Atli Jamil Ásgeirsson sigraði í gær.