Fara í efni
Íþróttir

Alex Cambrey varð í 10. sæti á HM í Vilnius

Alex Cambrey Orrason á mótinu í Vilníus. Ljósmynd/Kraftlyftingasamband Íslands

KA-maðurinn Alex Cambrey Orrason varð í 10. sæti í - 93 kg flokki á á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði sem stendur yfir í Vilníus, höfuðborg Litháen. Keppendur í hans flokki voru 15.

„Þetta gekk bara nokkuð vel, ég var samt að von­ast eft­ir aðeins betri ár­angri, gekk ekki allt eft­ir en var samt allt í lagi,“ seg­ir Alex Cambrey í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Hann lyfti 325 kílóum í hné­beygju, 202,5 í bekkpressu og 282,5 kíló í rétt­stöðulyftu – samanlagt 810 kg.

„Ég rétt náði upp 340 kílóa hné­beygju í þriðju lyftu en hún var dæmd ógild, tveir dóm­ar­ar gegn ein­um,“ seg­ir Alex sem fór ekki nógu djúpt í beygj­una áður en hann hóf stöng­ina upp á við á ný. 

Gild síðasta lyfta hefði skilað Alex í sjö­unda sæti í þyngd­ar­flokkn­um en svo varð þó ekki að þessu sinni en hann keppti hér á sínu öðru heims­meist­ara­móti.

Nánar hér á mbl.is

  • Munurinn á klassískum kraftlyftingum og búnaðarlyftingum, sem svo eru kallaðar, er sá að í þeim klassísku má ekki notast við neinn aukabúnað eins og bekkpressuboli eða stálbrækur. Hnévafningar sem hægt er að herða að eins og með frönskum rennilás eru einnig bannaðir. Aðeins má nota hnéhólka sem ekki er hægt að herða og vafninga fyrir úlnlið.