Fréttir
Viðbragðsaðilar héldu upp á 112 daginn
12.02.2024 kl. 06:00
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Viðbragðsaðilar á Akureyri tóku höndum saman í gær og héldu upp á 112 daginn á Glerártorgi. Haldið er upp á umræddan dag 11. febrúar ár hvert – 11.2. – til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna, sem er 112 eins og vonandi öllum er kunnugt.
Saman komu á Glerártorgi fulltrúar Slökkviliðs Akureyrar, lögreglunnar, Neyðarlínunnar, björgunarsveitarinnar Súlna, Rauða krossins og Frú Ragnheiðar, kynntu starfsemi sína fyrir áhugasömum og sýndu bifreiðar, tæki og annan ýmiskonar búnað sem viðbragðsaðilar nota.
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Mynd af Facebook
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson