Fara í efni
Fréttir

Ungi maðurinn sem féll í Fnjóská var ófundinn um miðnætti

Neðsti hluti Fnjóskár, í Dalsmynni skammt ofan ósa árinnar. Mynd af vef Stangaveiðifélagsins Flúða.

Leit að ungum karlmanni, sem féll í Fnjóská um kvöldmatarleytið í gær, hafði ekki borið árangur um miðnætti. Lögreglan greindi frá því færslu á Facebook.

„Mikill fjöldi leitarmanna hefur verið að störfum við Fnjóská frá því tilkynnt var að maður hefði fallið í ána og týnst. Því miður hefur þessi umfangsmikla leit ekki enn borið árangur. Leit verður haldið áfram inn í nóttina og nú er verið að skipuleggja frekari leitaraðgerðir með morgninum,“ sagði á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra kl. 23.50.

Fyrsta frétt Akureyri.net um málið var svohljóðandi:

Karlmaður um tvítugt féll í Fnjóská fyrr í kvöld og hefur hans verið leitað síðustu klukkutímana. Maðurinn féll í ána í Dalsmynni, skammt ofan ósa hennar, og hvarf þremur félögum sínum sjónum. Um 130 viðbragðsaðilar leita mannsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem send var út klukkan rúmlega 21.30 í kvöld segir:

  • Um kl. 18:30 í kvöld barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið í Fnjóská nokkru ofan við ósa hennar, skammt frá Pálsgerði.
  • Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni.
  • Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri.
  • Maðurinn er enn ófundinn en um 130 viðbragðsaðilar eru nú að störfum við leit að honum. Vettvangsstjórn hefur verið skipuð á vettvangi.
  • Fimm leitardrónar eru notaðir og sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarmenn eru komnir á vettvang. Þá er von á leitarhundum.
  • Aðstæður á vettvangi eru erfiðar að því leyti að Fnjóská er nokkuð lituð á þessum slóðum en einnig vegna þess að í ósum hennar kvíslast hún mikið þannig að leitarsvæði er víðfeðmt og sums staðar er vatnið það grunnt að erfitt er að koma við tækjum við leitin