Fara í efni
Fréttir

Tækjanotkun: Heyrum ákall um skýran ramma

Töluverð umræða hefur verið um símanotkun í skólum undanfarið og er ekki ný af málinni; „blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör,“ segja Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla og SAFT, og Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Þeir segja síma hafa sína kosti og galla, eins og allt annað. Mikilvægt sé að menn missi ekki sjónar á því atriði vegna þess að tæknina sé sannarlega hægt að nýta til góðra verka en á sama tíma megi „ekki loka öðru auga gagnvart þeim neikvæðu áhrifum sem geta fylgt notkun þeirra,“ segir þeir félagar.

„Í störfum okkar höfum við heyrt hátt ákall frá foreldrum, ábyrgðaraðilum, starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og sérstaklega börnum um að þau vilji skýran og einfaldan ramma um tækjanotkun barna. Með samtali allra sem eiga aðild að máli, aukinni fræðslu og gerð sáttmála getum við náð því markmiði sem við stefnum öll að. Að börnunum okkar líði vel í þessari nýju veröld!“

Smellið hér til að lesa grein Sigurðar og Skúla Braga.