Fara í efni
Fréttir

Sýna þarf kvittun til að keyra upp í fjall

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Aðeins þeir sem hafa keypt miða eða kort í lyftur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli komast upp í fjall á morgun og um helgina. Vegatálmi verður á leiðinni uppeftir, þar sem þarf að sýna kvittun. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu skíðasvæðisins síðdegis. 

Vegna fjöldatakmarkana verður að tvískipta dögunum. Ákveðið hefur verið að á morgun, föstudag, verði hægt að velja um tvo passa, annars vegar fyrir allan daginn, hins vegar þriggja tíma tíma kort.

Eingöngu verður hægt að kaupa miða á netinu og mun salan opna snemma á morgun, föstudag. Hægt verður að velja um tvö tímabil hvern dag:

Föstudagur: Heill dagur eða þrír tímar - svæðið opið frá klukkan 10.00 til 17.00

Laugardagur: 10.00 - 13.00 og 14.00 - 17.00

Sunnudagur: 10.00 - 13.00 og 14.00 - 17.00

Lyftum verður lokað í klukkustund á milli á meðan fer úr fjallinu og aðrir koma á staðinn.

Miðasala verður opin fyrir þá sem vantar Skidata kort og þá sem þurfa einhverja aðstoð.