Fara í efni
Fréttir

KEA úthlutaði 28 m.kr. til 63ja styrkþega

Frá athöfninni í Hofi í dag. Mynd: KEA.

Úthlutun styrkja úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA fór fram við athöfn í Hofi í dag og var það í 91. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann á rætur að rekja allt aftur til ársins 1936. Styrkjum var úthlutað til einstaklinga og félaga vítt og breitt um félagssvæði KEA. Þegar litið er yfir listann má sjá fjölbreytnina í menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsstarfi á starfssvæði KEA, ekki síst á Akureyri. Til að mynda eru mörg forvitnileg verkefni á listanum yfir menningar- og samfélagsverkefni.

Samtals var úthlutað tæplega 28 milljónum króna til 63ja félaga og einstaklinga. Styrkjum er úthlutað í þremur flokkum í samræmi við reglugerð sjóðsins, 7,1 milljón króna til menningar- og samfélagsverkefna, 17 milljónum króna til íþrótta- og æskulýðsfélaga og 3,4 milljónum króna til ungs afreksfólks

Í flokknum menningar- og samfélagsverkefni hlutu 27 félög, einstaklingar og verkefni styrk, alls 7,1 milljón króna.

  • Kristján Edelstein, vegna smíði á langspili og til tónleikahalds í Hofi.
  • Stefán Magnússon, til tónlistarflutnings og ljóðalesturs til heiðurs Davíð Stefánssyni skáldi frá Fagraskógi.
  • Sumartónleikar í Akureyrarkirkju, til að halda árlega sumartónleika í Akureyrarkirkju.
  • Guðmundur Tawan Víðisson, vegna tískusýningar í Hofi á fatalínunni „þúsund þakkir“.
  • Kirkjukór Möðruvallaklausturssprestakalls, til verkefnisins „Sálmafoss“ í Skagafirði.
  • Samhygð/Sorgarmiðstöð, til leigu á efni frá Sorgarmiðstöðinni.
  • Þekkingarnet Þingeyinga, vegna verkefnisins „gefum íslenskunni séns“.
  • Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, vegna tónsmíða og uppsetningar á söngleiknum „Karlmenn“.
  • Aflið, vegna námskeiðs fyrir 13-16 ára, „Heilbrigð samskipti“.
  • MBS Skífur, til að halda fjöllistahátíðina „Mannfólkið breytist í slím“.
  • Yuliana Palacios, vegna Boreal, alþjóðlegrar hátíðar sem tileinkuð er dansmyndum.
  • KAON, til hvíldarhelgar krabbameinssjúklinga á Siglufirði.
  • Gilfélagið, rekstrarstyrkur til Gilfélagsins.
  • Kammerkór Norðurlands, til æfinga og flutnings á „Sound of Silence“.
  • Menningarhúsið Berg, verkefnið „myndlist í Bergi“.
  • Verksmiðjan á Hjalteyri, rekstrarstyrkur vegna lifandi listastarfsemi.
  • Kaktus – Menningarfélag, til kaupa á búnaði fyrir Kaktus menningarrými.
  • Þórður Sigurðarson, til að halda þjóðlagatónleikana „Landablanda“.
  • Ungmennafélagið Efling, vegna leikstarfsemi 2024-2025.
  • Ferðamálafélag Hríseyjar, til verkefnisins „hinsegin Hrísey“.
  • Leikfélag Húsavíkur, til reksturs leiklistasmiðju.
  • Óskar Þór Halldórsson, til útgáfu bókar um Akureyrarveikina.
  • Hælið, fyrir hönd hóps, til að halda gjörningakarnival í Lystigarðinum sumarið 2025.
  • Sumarliði Helgason, vegna Eyrarrokks, tónlistarhátíðar á Akureyri 2025.
  • Jónína Björt Gunnarsdóttir, vegna tónleikasýningar, „Lögin í teiknimyndunum“.
  • Michael Jón Clarke f.h. Hljómsveitar Akureyrar, vegna tónleikanna „Magnaði Mendelsson“
  • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, til uppsetningar á Galdrakarlinum í OZ í Hofi.

Í flokki Íþróttastyrkja hlutu 19 félög styrk, samtals 17 milljónir króna.

  • Íþróttafélagið Þór
  • Knattspyrnufélag Akureyrar
  • KA/Þór handbolti kvennaráð
  • Þór/KA kvennaknattspyrna
  • Golfklúbbur Akureyrar
  • Skautafélag Akureyrar
  • Skíðafélag Akureyrar
  • Hestamannafélagið Léttir
  • Íþróttafélagið Eik
  • Sundfélagið Óðinn
  • Dalvík/Reynir - knattspyrndudeild m.fl. karla
  • Meistaraflokkur kvenna Dalvík/Reynir
  • Sundfélagið Rán
  • Skíðafélag Dalvíkur
  • Íþróttafélagið Völsungur
  • Reiðskólinn Ysta-Gerði
  • Íþróttafélagið Magni
  • Íþróttabandalag Akureyrar
  • Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar

Í flokki ungra afreksmanna hlutu 17 einstaklingar styrk, samtals 3,4 milljónir króna.

  • Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
  • Þjóðann Baltasar Guðmundsson
  • Reynir Bjarkan Róbertsson
  • Sólon Sverrisson
  • Þormar Sigurðsson
  • Magnús Dagur Jónatansson
  • Íris Orradóttir
  • Sveinbjörg Lilja Ingólfsdóttir
  • Pétur Friðrik Jónsson
  • Sigurður Helgi Brynjúlfsson
  • Mahaut Matharel
  • Aníta Mist Fjalarsdóttir
  • Ívar Arnbro Þórhallsson
  • Árveig Lilja Bjarnadóttir
  • Mikael Breki Þórðarson
  • Sædís Heba Guðmundsdóttir
  • Bryndís Eva Ágústsdóttir