Fara í efni
Verkmenntaskólinn á Akureyri

Kanna möguleika á samvinnu eða sameiningu MA og VMA

MA og VMA. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson og Þorgeir Baldursson

Kanna á möguleika á auknu samstarfi eða sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans. Ráðherra menntamála kom í síðustu viku á fót stýrihópi um eflingu framhaldsskóla og þetta er einn möguleikinn sem á að skoða.

Ráðherra fól stýrihópnum, sem þegar mun hafa fundað með skólastjórnendum, að leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskóla í landinu.

Fram kom í fréttum í gær að kanna ætti möguleika á sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans. Auk Akureyrarskólanna á það sama við um Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann annars vegar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis-miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs hins vegar.

Nánar á eftir