Fara í efni
Þór

Tveir úr Þór og einn úr KA í U17 landsliðinu

Tveir Þórsarar, Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson, og KA-maðurinn Mikael Breki Þórðarson eru í 20 manna landsliðshópi sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins 2024. Leikið verður á Írlandi 9. - 18. október.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn í vikunni. Æft verður æfa 6. - 8. október í Miðgarði í Garðabæ áður en haldið verður utan.

Egill Orri (fæddur 2008) og Pétur Orri (f. 2007) eru báðir í 3. flokki en hafa leikið með 2. flokki í allt sumar auk þess sem Egill Orri kom við sögu í einum leik meistaraflokks í Lengjudeildinni.

Mikael Breki (f. 2007) hefur leikið bæði 2. og 3. flokki í sumar. Hann fékk smjörþefinn af Bestu deildinni með KA undir lok tímabilsins á síðasta ári.

Smellið hér til að sjá allan landsliðshópinn