Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu heima fyrir Kórdrengjum

Viktor Jörvar Kristjánsson gerðir eitt sjö marka sinna gegn Kórdrengjum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kórdrengir höfðu betur gegn Þór í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Liðin mættust í íþróttahöllinni á Akureyri og gestirnir sigruðu 30:26. Þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10.

Þórsliðið byrjaði illa gegn Kórdrengjum, sem mættu kraftmiklir og vel stemmdir. Þeir náðu fljótlega forystunni og héldu upp frá því. Þórsarar áttu góða spretti, minnkuðu muninn niður í tvö mörk seint í leiknum, en nær komust þeir ekki. Þeir geta betur bæði í sókn og vörn.

Þórsarar voru án Arons Hólm Kristjánssonar sem meiddist í síðasta leik, gegn ÍR, og verður líklega frá næstu þrjár vikur. 

Viktor Jörvar Kristjánsson og Arnór Þorri Þorsteinsson gerðu 7 mörk hvor, Viðar Ernir Reimarsson 5, Halldór Yngvi Jónsson 2 og 1 mark gerðu Aðalsteinn Ernir Bergþórsson, Elvar Örn Jónsson, Auðunn Ingi Valtýsson, Kristján Gunnþórsson og Daníel Orri Bjarkason.

Þórsarar hafa þar með unnið einn leik en tapað tveimur í deildinni. 

Auðunn Ingi Valtýsson tekinn föstum tökum af tveimur hraustum og vel skreyttum Kórdrengjum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.