Þór
Þórsarar taka á móti liði Snæfells í Höllinni
12.01.2024 kl. 14:45
Smári Jónsson og félagar fagna nýju ári með því að klást við Snæfellinga í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Fyrsti heimaleikur karlaliðs Þórs í körfubolta á árinu er á dagskrá í kvöld þegar Þórsarar taka á móti liði Snæfells úr Stykkishólmi í Höllinni. Leikurinn hefst kl. 19.15.
Þetta er seinni viðureign liðanna í 1. deildinni í vetur. Þórsarar töpuðu í Hólminum í fyrstu umferð eftir að hafa verið með leikinn í hendi sér en klaufaskapur á lokakaflanum gerði það að verkum að heimamenn unnu. Snæfell er í neðsta sætinu sem stendur, hefur unnið unnið tvo leiki, en Þórsliðið hefur unnið fjóra.
Á heimasíðu Þórs er þeim sem komast ekki í Höllina bent á að hægt er að horfa á leikinn í beinu streymi á sjónvarpsrás Þórs. Smellið hér til að fara þangað.