Þór
Þórsarar mæta Haukum í Hafnarfirði
30.01.2021 kl. 15:23
Þórsarar mæta Haukum í Olísdeild karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á sjónvarpi Hauka. Tveir nýir leikmenn verða í hópnum hjá Þór í dag; Gísli Jörgen Gíslason, ung skytta, sem Þórsarar fengu lánaðan frá FH. Hann var lánaður til Harðar á Ísafirði í haust en hefur verið í hópnum hjá FH undanfarið. Þá er línumaðurinn ungi, Finnur Salvar Geirsson kominn til Þórs. Hann er uppalinn Þórsari en hefur búið í Svíþjóð undanfarið.
Smellið hér til að horfa á leikinn á sjónvarpsrás Hauka