Þór
Þórsarar mæta Haukum í bikarkeppninni
23.03.2021 kl. 14:15
Dedrick Deon Basile og félagar í Þór mæta Haukum í bikarkeppninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar mæta Haukum á útivelli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Dregið var í keppninni eftir hádegið. Allir leikir 16-liða úrslitana eiga að fara fram sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Þegar liðin mættust í Hafnarfirði á dögunum unnu Þórsarar 100:79.
Drátturinn í heild er sem hér segir:
Forkeppni:
Skallagrímur – Hamar 9. apríl
Undankeppni fyrir 16 liða úrslit:
Selfoss – Vestri
Sindri – Skallagrímur/Hamar
Álftanes – Fjölnir
Breiðablik – Hrunamenn
16-liða úrslit:
Tindastóll – Álftanes/Fjölnir
Höttur – Keflavík
Haukar – Þór Akureyri
ÍR – Þór Þorlákshöfn
Stjarnan - KR
Selfoss/Vestri – Sindri/Skallagrímur/Hamar
Njarðvík – Valur
Grindavík – Breiðablik/Hrunamenn