Fara í efni
Þór

Þórsarar burstuðu lið Vængja Júpíters

Halldór Yngvi Jónsson gerði sex mörk í Dalhúsum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar burstuðu Vængi Júpíters í kvöld, 37:25, í Grill66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn fram á heimavelli Vængjanna í Dalhúsum í Grafarvogi.

Þór er nú með 20 stig eftir 13 leiki og enn í fjórða sæti deildarinnar.

Mörk Þórs í kvöld: Bræðurnir Halldór Yngvi Jónsson og Elvar Örn Jónsson 6 hvor, Tomislav Jagurinovski og Arnór Þorri Þorsteinsson 5 hvor, Josip Kezic 4, Viktor Jörvar Kristjánsson og Aron Hólm Kristjánsson 3 hvor, Jón Ólafur Þorsteinsson og Jóhann Einarsson 2 hvor og Viðar Ernir Reimarsson 1.