Þór
Þór/KA tekur á móti ÍBV á Íslandsmótinu
11.07.2021 kl. 12:51
Colleen Kennedy, til hægri, og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir í leik liðanna í Eyjum í vor. Ljósmynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson.
Þór/KA tekur á móti liði ÍBV á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum) klukkan 14.00 í dag í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni.
Þetta er síðari leikur liðanna í deildinni í sumar, Þór/KA vann þann fyrri 2:1 í Eyjum í fyrstu umferð mótsins. Hulda Ósk Jónsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu þá eftir að heimamenn höfðu komist yfir.
Öll lið hafa lokið níu leikjum. Stelpurnar okkar eru í sjöunda sæti með 11 stig en ÍBV sæti ofar með 12 stig.