Fara í efni
Þór

Þór sækir Þrótt heim í dag í Lengjudeildinni

Markvörðurinn Aron Birkir Stefánsson er eini Þórsarinn sem hefur leikið hverja einustu mínútu á Íslandsmótinu það sem af er sumari. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sækja Þróttara heima í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. 

Þróttarar eru í 10. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki en Þórsarar í fimmta sæti með níu stig, einnig eftir fimm leiki.

Síðasta ferð Þórsara til Reykjavíkur var ekki til fjár; þeir töpuðu 6:0 fyrir sterku liði Fjölnis og hafa raunar tapað báðum útileikjunum í deildinni á tímabilinu. Hinn,  gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ, endaði 1:0. Þórsarar hafa aftur á móti unnið alla þrjá heimaleikina.

Leikurinn hefst klukkan 14.00 og fer fram á AVIS velli Þróttar í Laugardalnum. Vert er að vekja athygli á því að hægt er að horfa ókeypis á leikinn á YouTube-rás Lengjudeildarinnar. Smellið hér til að horfa.