Fara í efni
Þór

„Stelpurnar okkar“ á ferð og flugi

Stelpurnar okkar í handboltaliði KA/Þórs, þjálfarar og fylgdarlið,  lentu í Keflavík undir miðnætti eftir langt ferðalag frá borginni Istog í Kósóvó þar sem þær lögðu lið heimamanna að velli í tvígang um helgina og komust þar með í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar.

Ekið var af stað frá Istog eldsmenna á sunnudagsmorgni til Skopje, höfuðborgar Norður-Makedóníu, þaðan sem flogið var til Varsjár. Þar tók við átta stunda bið eftir flugi til Keflavíkur svo hópurinn notaði tækifærið og skoðaði sig stuttlega um í pólsku höfuðborginni, og mannskapurinn fékk sér eitthvað gott í gogginn – allt frá hamborgurum upp í góða steik, eftir smekk! Myndirnar eru teknar í miðborg Varsjár.

Siguróli Sigurðsson, fararstjóri, og Erla Hleiður Tryggvadóttir, liðsstjóri, bregða á leik í miðborg Varsjár!