Þór
Rakel Sara til Volda í Noregi
05.05.2022 kl. 11:00
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Rakel Sara Elvarsdóttir, örvhenti hornamaðurinn stórefnilegi í Íslandsmeistaraliði KA/Þórs í handbolta, hefur samið til tveggja ára við Volda í Noregi skv. heimildum Akureyri.net. Hún fer til liðsins í sumar.
Volda vann næst efstu deild með yfirburðum í vetur og leikur því í úrvalsdeildinni næsta vetur. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Halldór Stefán Haraldsson.
Rakel Sara er nýorðin 19 ára en var lykilmaður í liði KA/Þórs sem varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta ári. Hún hefur verið í landsliðshópnum að undanförnu og á að baki fimm A-landsleiki.