Þór
Lengjudeildin: Þór mætir ÍA á Akranesi í dag
29.06.2023 kl. 16:30
Elmar Þór Jónsson, vinstri bakvörður Þórs, gerði bæði mörkin í 2:2 jafntefli gegn Njarðvík í síðustu umferð. Það voru fyrstu mörk hans á Íslandsmóti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar mæta Skagamönnum á Akranesi í dag í 9. umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Flautað verður til leiks kl. 18.00.
Skagamenn eru með 14 stig í 3. sæti deildarinnar, jafnir Grindvíkinga, en Þórsarar fylgja fast á eftir með 13 stig.
Þórsarar gerðu 2:2 jafntefli við Njarðvík suður með sjó í síðustu umferð en höfðu ekki fengið stig fram á útivelli í sumar. Liðið hefur hins vegar unnið alla heimaleikina. Fróðlegt verður að sjá hvernig fer í dag; Skagamenn voru í brasi framan af sumri en hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum.
Hægt er að horfa ókeypis á leikinn í beinu streymi á netinu, eins og alla aðra leiki í Lengjudeildinna. Smellið hér til þess að horfa.