Fara í efni
Þór

KA/Þór heldur á vit ævintýranna

Hluti leikmanna, þjálfara og fararstjóra áður en lagt var í hann í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Handboltalið KA/Þórs leikur í Evrópukeppni í fyrsta sinn í lok vikunnar. Íslandmeistararnir mæta liði KHF Istogu frá Kosovo í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar og fara báðir leikirnir fram ytra, í borginni Istog í norðurhluta Kosovo. Sá fyrri á föstudaginn klukkan 16.00 að íslenskum tíma og hinn síðar á sama tíma á laugardaginn.

Myndin var tekin um miðjan dag, í þann mund sem hluti liðsins fór akandi frá KA-heimilinu, en nokkrir leikmenn fljúga suður í kvöld eftir að vinnudegi lýkur. Liðið flýgur svo utan seint í kvöld. 

Eftir því sem næst verður komist mun a.m.k. síðari leikur KA/Þórs og KHF Istogu verða sýndur beint á sjónvarpsrás Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Nánar verður greint frá því hér á Akureyri.net þegar það liggur ljóst fyrir.