Fara í efni
Þór

KA-menn sigruðu sjöunda árið í röð

KA-menn fagna þegar Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði þeirra er um það bil að lyfta bikarnum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sigraði Þór í kvöld eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins, árlegs æfingamóts á vegum Knattspyrnudómarafélags Norðurlands. Staðan var 2:2 eftir hefðbundinn leiktíma; Þórsarar höfðu 2:0 forystu í hálfleik en KA jafnaði þegar komið var í uppbótartíma.

Í vítaspyrnukeppninni skoruðu KA-menn úr fjórum en Þórsarar úr þremur. Þetta er sjöunda árið í röð sem KA vinnur mótið.

Nánar í kvöld

Bjarni Aðalsteinsson tryggir KA sigur í Kjarnafæðismótinu með síðustu vítaspyrnunni í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson