Fara í efni
Þór

Eru kröfur KSÍ vegna mannvirkja raunhæfar?

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar lýsti í vikunni yfir vonbrigðum með að Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) „skuli gera kröfur um lágmarksaðbúnað án samráðs við sveitarfélög sem bera kostnaðinn við uppbyggingu íþróttamannvirkja á Íslandi.“

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, situr í umræddu ráði. Hún spyr í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun hvort kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ séu raunhæfar.

„Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum?“ spyr Jana Salóme meðal annars.

Á sínum tíma var byggð stúka við Þórsvöllinn og nú er mikil uppbygging í gangi á félagssvæði KA. Knattspyrnulið félagsins er í efstu deild Íslandsmótsins, Bestu deildinni, þar sem m.a. er gerð krafa um flóðljós að ákveðinni gerð. Á umræddum fundi var samþykkt tilboð upp á 160 milljónir króna vegna lagna, yfirborðsfrágangs og flóðlýsingar á nýjum keppnisvelli á KA-svæðinu.

Smellið hér til að lesa grein Jönu Salóme