L-listinn kynnir nöfn allra frambjóðenda
L-listinn hefur birt nöfn allra sem verða í framboði á hans vegum við bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Áður hafði Akureyri.net sagt frá fjórum efstu, en nýliðar í pólitíkar skipa tvö efstu sætin.
„L-listinn býður fram öflugan hóp af fólki til starfa fyrir bæjarfélagið í sveitastjórnarkosningunum í vor. Þrjú af sex efstu sætum eru skipuð kraftmiklu nýju fólki sem verða studd af reynsluboltum fyrri ára. Eins og alltaf stendur L-listinn fyrst og fremst fyrir hag bæjarbúa og styrkur listans liggur í að virkja gott fólk til góðra verka,“ segir í tilkynningu sem send var út í dag.
„Á síðasta kjörtímabili hefur L-listinn átt frumkvæðið að djörfum breytingum á starfsháttum bæjarstjórnar á erfiðum tímum og við teljum að bæjarfélagið sé að sjá afraksturinn af því nú. Skilyrði til endurbóta og bættrar þjónustu við bæjarbúa eru mun betri en mátti eiga von á og er það samstilltu átaki að þakka. Framboðslistinn fyrir kosningarnar 2022 endurspeglar þá stefnu L-listans að byggja á árangri síðustu ára á sama tíma og nýjum og ferskum hugmyndum er gefið brautargengi.“
Framboðslisti L-listans til sveitastjórnarkosninga árið 2022 er sem hér segir:
- Gunnar Líndal Sigurðsson, forstöðumaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttir, ÍAK einkaþjálfari
- Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi
- Andri Teitsson, bæjarfulltrúi
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, lífeindafræðingur
- Geir Kristinn Aðalsteinsson, mannauðsstjóri
- Birna Baldursdóttir, íþróttafræðingur
- Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA
- Sigríður María Hammer, viðskiptafræðingur
- Hjálmar Pálsson, sölumaður
- Ýr Aimée Gautadóttir Presburg, nemi í stjórnmálafræði
- Víðir Benediktsson, skipstjóri
- Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri
- Arnór Þorri Þorsteinsson, verkefnastjóri
- Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
- Helgi Haraldsson, tæknifræðingur
- Anna Fanney Stefánsdóttir, sjúkraliði
- Sæbjörg Sylvía Kristjánsdóttir, rekstrarfræðingur
- Preben Jón Pétursson, fv. bæjarfulltrúi
- Anna Hildur Guðmundsdóttir, fv. bæjarfulltrúi
- Matthías Rögnvaldsson, fv. bæjarfulltrúi
- Oddur Helgi Halldórsson, fv. bæjarfulltrúi