Skógarböðin
Baðst afsökunar og er „maður að meiri“
27.11.2024 kl. 09:50
Sá sem eyðilagði göngu- og skíðabrautir sem starfsmenn höfðu lagt í Kjarnaskógi í gær kom í morgun á skrifstofu Skógræktarfélags Eyfirðinga og baðst afsökunar. „Í gærkvöld settum við inn hér fýlupóst vegna skemmda á göngubrautum,“ segir á Facebook síðu félagsins í morgun. „Í morgun kom hér aðilinn sem olli þeim, sá er maður að meiri og baðst fyrirgefningar, um mistök og hugsunarleysi var að ræða sem hendir okkur jú öll einhverntíman. Málinu lokið af okkar hálfu, og fyrirgefning umsvifalaust veitt enda ætlar hann að styðja starf okkar og kaupa hér jólatré fyrir jólin.“
Fréttin í gærkvöldi: „Okkur er ekki skemmt, þvílík ónáttúra!“