Fara í efni
Skipulagsmál

Fyrsta skóflustungan tekin að Skarðshlíð 20

Teikning að byggingunni. Hér er horft úr vestri; neðst vinstra megin á myndinni er innkeyrslan niður í bílakjallarann. Þangað er ekið Skarðshlíðarmegin.

Fyrsta skóflustungan að fjölbýlishúsi við Skarðshlíð 20 var tekin á dögunum. Það er fyrirtækið Húsheild/Hyrna sem byggir húsið, þar sem verða 50 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um mitt ár 2026, að því er segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Frétt Akureyri.net í nóvember 2022: „Vinkilbygging“ við Undirhlíð og Skarðshlíð


Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Hér má sjá hvernig húsið snýr á lóðinni.