Sjúkrahúsið á Akureyri
Þyrlan sótti sjúkling á Öxnadalsheiði
04.08.2024 kl. 16:56

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig á flug frá þyrlulendingarstaðnum við Sjúkrahúsið á Akureyri á fimmta tímanum í dag eftir að hafa skilað sjúklingi ofan af Öxnadalsheiði á sjúkrahúsið. Mynd: Haraldur Ingólfssson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til móts við sjúkrabifreið upp á Öxnadalsheiði í dag til aðstoðar við flutning á sjúklingi á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þetta kemur fram á mbl.is.
Þyrlusveitin var að búa sig undir flug þegar beiðni barst um að fljúga til móts við sjúkrabifreið og flýta fyrir flutningi til Akureyrar. „Þyrlan flaug inn á Öxnadalsheiði, lenti þar og tók sjúklingin um borð og lenti síðan með hann við sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is