Fara í efni
Óveður

Sjór gengur á land á Oddeyri

Glæný „sundlaug“ á Gránufélagsötu á Oddeyri í hádegi. Ljósmynd: Jón Stefán Jónsson

Veðrið er slæmt á Akureyri eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag, mikill vindur og úrkoma.

Sjór gengur á land á Eyrinni og götur sums staðar líkari sundlaug en akbrautum, sérstaklega Gránufélagsgata, Eiðsvallagata og hluti Norðurgötu.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar því til vegfarenda að aka ekki um þessar götur að svo stöddu þar sem vatn hefur tekið að flæða inn í hús,“ segir á Facebok síðu embættisins.

Lesendur mega gjarnan senda ábendingar um um fréttir vegna veðurins á skapti@akureyri.net eða hringja í 6691114.