Fara í efni
Menntamál

Stafræn kynning allra háskóla landsins

Árlegur Háskóladagur, þar sem allir háskólar landsins kynna það sem nám er í boði, verður á morgun. Háskólinn á Akureyri hefur jafnan verið með fjölmennt starfslið á Háskóladeginum í Reykjavík, en nú er svo komið, vegna Covid-19, að dagurinn verður stafrænn. Að því tilefni var vefur dagsins uppfærður og útbúin öflug leitarvél sem veitir upplýsingar um allt grunnnám við íslenska háskóla.

Háskólinn á Akureyri mun bjóða upp á Zoom-fundi fyrir allar námsleiðir í grunnnámi. Þar geta áhugasöm spjallað og spurt stúdenta og kennara um allt er viðkemur náminu og því hvernig það er að vera í sveigjanlegu námi við HA.

Hlekki á Zoom fundina má finna á vefsíðu hverrar námsleiðar en einnig hér og þar að auki verður hægt að fara á Zoom fund með Náms- og starfsráðgjöfum, Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri (SHA) og með sérfræðingum um sveigjanlegt nám.

Ennfremur verður netspjallið opið og þar verður hægt að spjalla við alþjóðafulltrúa um skiptinám, fulltrúa nemendaskrár um umsóknarferlið en einnig verður leitast við að svara almennum spurningum.

Nánar hér