Fara í efni
Menntamál

Engu breytir að hengja bakara fyrir smið!

Eyfirðingurinn Hlín Bolladóttir, grunnskólakennari í Reykjanesbæ, skrifaði afar athyglisverðan pistil á Facebook síðu sína í dag, í kjölfar þess að niðurstöður voru úr svokallaðri Pisakönnun voru birtar í vikunni. Greinin birtist nú í heild á Akureyri.net.  

„Það ætlar allt um koll að keyra í samfélaginu yfir niðurstöðum nýrrar Pisakönnunar. En eftir því sem ég best sé er ekki rætt við fólkið sem ber hitann og þungann í skólakerfinu, kennara. Það er rætt um þá,“ skrifar Hlín.
 
Hún segir einnig: „Í fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir því að læsi snýst ekki bara um það að lesa á bók, skilja hana og geta endursagt. Læsi er margþætt. Það snýst ekki síður um hæfnina til að lesa í umhverfi, lesa í aðstæður, lesa í annað fólk, lesa í tilfinningar og lesa í líðan. Ef öllu þessu er sinnt í uppeldi barna þá fara þau keik út í lífið.“
 
Hlín kemur víða við í greininni en lokaorðin eru þessi:
 
Ef samfélag er helsjúkt af meðvirkni, reiði og beiskju þá hlýtur það að skila sér til næstu kynslóða! Fullorðna fólkið ber ábyrgðina! Árásir á skólakerfið breyta engu um niðurstöður Pisakannana en niðurstöðurnar geta orðið samfélaginu öllu vegvísir að breytingum. Þarna kemur taktur íslensks samfélags berlega í ljós - að hengja bakarann fyrir smiðinn og halda að það breyti einhverju.
 

Smellið hér til að lesa grein Hlínar