Fara í efni
Körfuknattleikur

Þórsarar töpuðu og leika í neðri hlutanum

Eva Wium Elíasdóttir (7) gerði 14 stig fyrir Þór í kvöld, en Jovanka Ljubetic, til vinstri, er horfin á braut. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs tapaði í kvöld fyrir Keflvíkingum með 29 stiga mun á útivelli í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta var síðasta umferðin í fyrsta hluta deildarinnar, Stelpurnar okkar enda í 6. sæti og verða í neðri hlutanum í framhaldinu.

  • Skorið eftir leikhlutum: 22:12 – 27:14 – 49:26 – 26:17 – 22:25 – 97:68

Næsti hluti deildarinnar verður þannig að fimm efstu liðin mætast í tvöfaldri umferð, svo og liðin í 6.-9. sæti. Að því loknu tekur við átta liða úrslitakeppni. Í neðri hlutanum verða Þór, Valur, Fjölnir og Snæfell.

Þór – stig, fráköst, stoðsendingar: Maddie Sutton 24/18/1, Eva Wium Elíasdóttir 14/2/6, Lore Devos 12/9/2, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 6/1/1, Heiða Hlín Björnsdóttir 5/3/2, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 4/4/1, Hrefna Ottósdóttir 3/2/0.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

  • Bakvörðurinn Jovanka Ljubetic lék ekki með Þór í kvöld. Á vef félagsins er greint frá því að Jovanka hafi óskað eftir því að fara og sé gengin til liðs við Aþenu sem leikur í næst efstu deild.