Fara í efni
Körfuknattleikur

Mjög öruggur sigur Þórsara í Hólminum

Glaðar eftir sigur fyrir skömmu og fögnuðu aftur í kvöld! Frá vinstri, Hrefna Ottósdóttir (9), Heiða Hlín Björnsdóttir (4), Vaka Jónsdóttir (22), Karen Helgadóttir (6) og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir (77). Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs sigraði Snæfell mjög örugglega í Stykkishólmi í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildarinnar eftir skiptingu hennar í efri og neðri hluta. Þór, Snæfell, Valur og Fjölnir leika í neðri hlutanum.

  • Skorið eftir leikhlutum: 17:23 – 8:13 – 25:36 – 8:28 – 20:12 – 53:76

Leiknum var seinkað um 45 mínútur vegna þess að Þórsarar voru seinna á ferð en áætlað var sökum veðurs og færðar en það hafði engin áhrif. Þórsstelpurnar voru betri strax frá byrjun, höfðu 11 stiga forystu í hálfleik en tryggðu í raun sigurinn með frábærum þriðja leikhluta. 

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.