Fara í efni
Knattspyrna

Arna Sif ekkert með í sumar – sleit krossband

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs/KA sem leikur nú með Val, varð því áfalli í fyrrakvöld að slíta krossband í hné . Þar með er ljóst að Arna, sem og verður því frá keppni allt þetta ár.

Arna, sem kjörin var besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, meiddist í leik gegn Fylki í Lengjubikarnum og í dag kom í ljós hvers kyns meiðslin eru; krossband er slitið og ytri liðþófi rifnaði.

„Þetta er ótrúlega mikið högg. Maður er búinn að gráta mikið í dag og er mjög brotinn,“ segi Arna í samtali við Vísi.

„Manni var sagt að vona það besta og búa sig undir það versta en þó mig hafi grunað þetta þá var þetta mikið högg og ég er hálfpartinn ekki að trúa þessu. Ég ætla að gefa mér tíma fram yfir helgi til að vera brotin og gráta mikið, og svo þarf bara að tækla þetta verkefni,“ segir þessi frábæri miðvörður.

Smellið hér til að lesa frétt Vísis.