Fara í efni
KA

Ívar Arnbro er til reynslu hjá Hammarby

Mynd af vef KA.

Ívar Arnbro Þórhallsson, hinn bráðefnilegi markvörður KA, er þessa dagana til reynslu hjá knattspyrnuliði Hammarby IF í Svíþjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Ívar, sem er aðeins 17 ára, á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Íslands og steig fyrstu skrefin með meistaraflokki KA á nýliðnu keppnistímabili. Hann lék seinni hálfleikinn gegn liði Uppsveita í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar og var síðan í byrjunarliðinu, og lék allan tímann, þegar KA vann HK 1:0 í lokaumferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ívari er boðið að æfa með erlendum liðum. Á heimasíðu KA er rifjað upp að fyrir tveimur árum fór hann til tveggja sænskra félaga, Djurgårdens IF og Brommapojkarna.