Fara í efni
KA

Íslandsmeistararnir ekki í neinum vandræðum

Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, og samherjar hennar áttu enga möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á KA/Þór, 32:19, í KA-heimilinu í dag, í Olís deildinni í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins.

Meistararnir tóku forystuna strax í byrjun og höfðu tögl og hagldir allan tímann. Fimm marka munur var í hálfleik, 15:10. Valsmenn komust mest 14 mörkum yfir þegar langt var liðið á leikinn en 13 mörkum munaði á liðunum þegar lokaflautið gall.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 5, Isabella Fraga 4, Kristín A. Jóhannsdóttir 3 (1 víti), Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Lydía Gunnarsdóttir 1,

Varin skot: Matea Lonac 13 (28,9%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina