Fara í efni
KA

Handboltastelpurnar eru enn án stiga

Nathalia Soares Bali­ana gerði átta mörk fyrir KA/Þór í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór er enn án stiga í Olís deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, eftir þrjár umferðir. Stelpurnar okkar töpuðu 25:22 fyrir ÍR í Reykjavík í dag.

ÍR-ingar gerðu fimm fyrstu mörk leiksins en munurinn í hálfleik var aðeins tvö mörk, 13:11. KA/Þór komst yfir í fyrsta skipti um miðjan seinni hálfleik, 16:15, 17:16 og 18:17, en heimaliðið var sterkara á endasprettinum.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 8, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2.

Varin skot: Matea Lonac 12 (32,4%)

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna