Íshokkí
Fyrsti úrslitaleikur kvennaliðanna
05.04.2022 kl. 11:15
SA-konur fagna Íslandsmeistaratitlinum fyrir ári, þegar þær urðu meistarar 15. árið í röð. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Fyrsti leikur í úrslitakeppni Hertz-deildar kvenna í íshokkí verður í dag, 5. apríl, þegar Skautafélag Akureyrar tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Leikir í úrslitakeppnninni verða sem hér segir:
- 1 – þriðjudag 5. apríl á Akureyri
- 2 – fimmtudag 7. apríl í Reykjavík
- 3 – laugardag 9. apríl á Akureyri
- 4 – þriðjudag 12. apríl í Reykjavík (ef með þarf)
- 5 – fimmtudag 14. apríl á Akureyri (ef með þarf)
SA er deildarmeistari og byrjar því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Akureyringar eru ríkjandi Íslandsmeistarar; fögnuðu meistaratitli 15. árið í röð í fyrra.